Gylfi Magnússon, hagfræðingur og fyrrverandi ráðherra, greinir frá því að ökufantur hafi næstum keyrt niður barn á Seltjarnanesinu. Honum blöskrar hegðun mannsins, en sá var á Range Rover.
Gylfi lætur þessar skammir falla innan Facebook-hóps íbúa Seltjarnarnes. „Rétt áðan var ökumaður á svörtum Range Rover á leið norður Lindarbraut hársbreidd frá því að aka á barn á leið yfir gangbrautina við Hofgarða,“ segir Gylfi og bætir við:
„Ökumanninum fannst nefnilega tilvalið að taka á miklum hraða framúr strætó sem hafði stöðvað á biðstöðinni sem er þarna. Ók svo bara áfram eins og ekkert hefði í skorist. Hefur sjálfsagt þurft að sinna einhverju mikilvægu erindi.“