Eurovision-keppnin fer fram dagana 8., 10. og 12. maí næstkomandi í Altice Arena-höllinni í Lissabon í Portúgal.
Á opinberri vefsíðu keppninnar hefur verið birtur listi yfir það sem gestir mega ekki taka með sér inn í höllina. Á listanum eru að sjálfsögðu hlutir eins og sprengiefni, vopn og fíkniefni, sem hlýtur að geta talist eðlilegt.
Hins vegar eru líka nokkrir óvenjulegir hlutir á listanum eins og golfkúlur, innkaupakerrur, reipi, stigar, stólar og límband. Regnhlífar, hleðslubankar fyrir síma, fartölvur og framlengingarsnúrur eru einnig stranglega bannaðar.
Netverjar hafa skemmt sér konunlega yfir þessum lista, eins og sjá má hér fyrir neðan:
This is just hilarious. #Eurovision https://t.co/s1FO4qFJl5
— crust123 (@crust123) April 25, 2018
The good news is no one is banned from bringing signs into the arena with those icons of banned things on them, so if you think flags are too mainstream, have I got an idea for you!
— Eurovision Division (@EuroDivision) April 24, 2018
I’m sorry but I can’t stop laughing…who complied this list? No trolleys. Damn I’ll have to schedule my Tesco shop another time.
— Sasha ?? (@eurotrashsash) April 24, 2018
43 þjóðir keppa í Eurovision að þessu sinni, en í ár er keppnin haldin í 63. sinn. 26 þjóðir komast í úrslitin 12. maí en fulltrúi Íslands er Ari Ólafsson með lagið Our Choice.
Sjá einnig: Þetta eru lögin sem Ari keppir við í Lissabon