Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hefur eytt mikilli orku í að gera dr. Ólínu Þorvarðardóttur afturreka með þá frásögn í bók sini, Spegill fyrir Skugga Baldur, að faðir Björns, Bjarni Benediktsson þáverandi utanríkisráðherra, hefði beitt sér með skuggalegum hætti til að klekkja á skáldinu Halldóri Kiljan Laxness og skemma fyrir honum á Bandaríkjamarkaði. Björn hefur þrætt fyrir þá söguskoðun og Mogginn tók undir í leiðara. Nú hefur Halldór Guðmundsson, ævisöguhöfundur Nóbelsskáldsins, kveðið upp úr um með vísun í skjöl að vissulega hafi hafi ráðherrann Bjarni beitt sér með ófyrirleitnum hætti. Málið snerist um aðgerðir gegn herstöðvaandstæðingum og þeim sem studdu kommúnista fjárhagslega. Leyniskjöl sýna að Bjarni átti á þessum tíma í samskiptum við William Trimble, sendifulltrúa Bandaríkjanna á Íslandi og starfandi sendiherra um skeið. „Herra Benediktsson sagði að hann langaði sérstaklega til að vita hvaða meðalmánaðargreiðslur herra Laxness hafi fengið það sem af er árinu 1947. Þessar upplýsingar, sagði hann, yrðu afar gagnlegar ríkisstjórn Íslands í tilraunum sínum til að finna þá sem helst fjármagna Kommúnistaflokk Íslands,“ skrifaði Trimble um það hvernig ráðherra í ríkisstjórn Íslands gróf undan skáldinu í samráði við annað þjóðríki. Ólína virðist hafa lög að mæla. Leyniskjölin sýna að ráðherrann fór gegn skáldinu. Ólíklegt er að ritdeilunni um Skugga Baldur sé lokið. Björn er þekktur fyrir að halda áfram þótt mótbyr sé ríkjandi og baráttan vonlaus. Sjálfur á hann umdeilda fortíð í að skipa hæstaréttardómara …