Því er oft haldið fram að kynlífið sitji á hakanum í langtíma samböndum, enda þarf að vinna að því að halda neistanum lifandi í svefnherberginu.
Í grein á vefsíðunni Huffington Post tala kynlífsþerapistar um sjö ávana para sem hafa verið saman lengi en lifa enn mjög góðu kynlífi.
1. Þau leyfa sér að verða spennt saman, jafnvel þegar ekki á að stunda kynlíf
Stephen Snyder, kynlífsþerapisti í New York, segir að pör sem ná að halda neistanum lifandi lengi stríði oft hvort öðru á almannafæri þegar ekki er hægt að stunda kynlíf.
„Fyrir ástríðufyllstu pörin er kynlíf bara toppurinn á ísjakanum. Þau njóta þess að örva hvort annað, jafnvel þegar ekki er möguleiki að stunda kynlíf eða fá fullnægingu,“ segir Stephen.
2. Þau prufa nýja hluti á hverju ári
Pör sem kunna að halda hitastiginu háu í svefnherberginu eru sífellt að leita nýrra leiða til að stunda kynlíf og njóta hvors annars.
„Eitt par sem við unnum með sagði: Á hverju ári verðum við meira kinkí,“ segir Celeste Hirschman, kynlífsþerapisti. „Þú þarft að hafa vilja til að vera frumlegur til að kynlífið sé frábært til lengri tíma litið og festist ekki í viðjum vanans. Talið sóðalega. Prófið eitthvað nýtt. Gerið það sem þið þurfið til að halda kynlífi fersku og skemmtilegu og kynlífið þitt verður sjóðheitt löngu eftir að aðrir brenna út,“ bætir hún við.
3. Þau hugsa vel um sig
Pör sem lifa geggjuðu kynlífi skilja að gott sjálfstraust er hluti af því. Þess vegna passa þau vel uppá sig sjálf og rækta sig sjálf, jafnmikið og þau rækta sambandið.
„Stórkostlegt kynlíf snýst ekki bara um samband þitt við makann. Það snýst líka um samband þitt við þig sjálfan. Þú verður að hugsa um þig. Það getur þýtt að taka frá tíma fyrir dekur, að koma vel fram við líkamann, komast yfir skömm eða sektarkennd í svefnherberginu eða læra eitthvað nýtt, eins og hvernig á að láta fullnægingu endast lengur,“ segir Vanessa Marin, kynlífsþerapisti.
4. Þau hlæja í svefnherberginu en líka utan þess
Stundum gerast fyndnir hlutir þegar tveir líkamar slást saman í hita leiksins. Svo ekki sé minnst á öll fyndnu hljóðin sem fylgja kynlífi. Þess vegna er mikilvægt fyrir pör að geta hlegið saman, að sögn kynlífsþerapistans Kimberly Resnick Anderson.
„Húmor er frábært frygðarlyf. Hlæjið á meðan þið stundið kynlíf. Pör sem skilja streituna eftir á svefnherbergisþröskuldinum og njóta kynlífs sem athafnar sem er skemmtileg og tímabundinn flótti úr raunveruleikanum eru fullnægðari en þeir sem geta ekki skipt um gír og skilið streitu, reiði og óánægjuna í daglega lífinu eftir frammi.“
5. Þau fróa sér í kynlífi
Sálfræðingurinn og kynlífsþerapistinn Shannon Chavez segir að sjálfsfróun sé skemmtilegri þegar aðrir eru með. Þá er það frábært tækifæri fyrir makann að sjá hvernig best sé að fullnægja elskhuga sínum.
„Pör sem fróa sér saman, haldast saman,“ segir Shannon.
6. Þau kanna fantasíur hvors annars
„Pör sem hafa verið lengi saman og lifa æðislegu kynlífi vita að hver manneskja er með sjálfstætt, erótískt ímyndunarafl,“ segir fyrrnefnd Celeste Hirschman. Hún bætir við að þessi pör geri það sem þarf til að uppfylla fantasíur hvors annars og leggi mikið á sig til að gleðja elskhugann.
7. Þau kyssast og snertast yfir daginn til að sýna væntumþykju
Shannon Chavez segir það skipta miklu máli að pör sýni hvort öðru ást sína á öllum tímum sólarhringsins, hvort sem það er á sófanum yfir fréttunum eða yfir fyrsta kaffibollanum á morgnana. Innilegir kossar og snerting er mjög mikilvæg.
„Þegar þið snertið hvort annað eruð þið nánari og sýnið hvort öðru meiri ást. Þetta sýnir að þið viljið vera náin maka ykkar. Í stuttu máli er fólk sem snertir, heldur í hendur, kyssir, nuddar, strýkur og kjassar hvort annað án þess að búast við kynlífi rólegra, meira kynferðislega örvað og tengdara í sambandi.“