Tobba Marinósdóttir, ritstjóri DV, var í afskaplega einlægu og skemmtilegu viðtali hjá Sölva Tryggvasyni þar sem hún fór yfir lífshlaup sitt og störf. Hún ræddi meðal annars starfið á DV og rifjaði upp tíma í tíð Mikaels Torfasonar ritstjóra þar sem blaðamenn hefðu haft handboltakylfur undir borðum. Hún lýsti því álagi sem fylgir blaðamennsku á DV og því sálarstríði sem fólk þar glímir við í erfiðum málum. „Eitt það fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við sem ritstjóri var að biðja um að okkur yrði útvegaður sálfræðingur,“ sagði Tobba í þættinum hjá Sölva um það þegar hún hóf störf fyrir rúmlega hálfu ár. Vandinn er sá að blaðamenn DV eru ennþá án sálfræðings, þrátt fyrir álagið …