Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Steinunn með Covid: „Í dag átti að vera þriðja tilraun til að halda brúðkaup“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í dag átti að vera þriðja tilraun til að halda brúðkaup,“ segir Steinunn Einarsdóttir á Flateyri sem hafði áformað ganga í hjónaband í dag á afmælisdegi föðurs síns.

Þetta átti að verða þriðja tilraun til að fastsetja dag en vegna Kórónuveirufaraldsins var búið að fresta brúðkaupinu, enn einu sinni. Og dagurinn, sem átti að verða brúðkaupsdagurinn, varð ekki sá hamingjudagur sem að var stefnt. Þvert á móti varð dagurinn martraðarkenndur.

„En í gærkvöldi fékk ég símtalið sem enginn vill fá að ég væri greind með Covid. Þvílík skammartilfinning og ótti sem fylgir þeirri greiningu; ótti við að hafa smitað fólkið sitt,“ skrifaði Steinunn sem nú glímir við Covid rétt eins og svo margir.

Víst er að árið 2020 á eftir að verða Steinunni og fólkinu hennar minnisstætt fyrir áföll. Árið hófst með því að snjóflóð féll  á Flateyri og stöðvaðist nánast við húsdyr Steinunnar í Ólafstúni 9. Flóðið eyðilagði fiskibát fjölskyldunnar þegar það féll á smábátahöfnina og olli gríðarlegum skemmdum. Snjóflóðið setti endapunkt aftan við útgerðarsögu fjölskyldunnar sem hefur verið við lýði í áratugi á Flateyri.

„Þetta ár byrjar með trompi og ætlar víst að enda það líka. Ég er miður mín að hafa útsett einhverja fyrir smiti.  Ég hef verið að fara mjög varlega en það dugði ekki til. Pabbi á þennan dag til hamingju með daginn elsku pabbi minn við opnum eina góða rauðvín þegar þessu lýkur,“ skrifar hún.

Steinunn upplýsti Mannlíf um að í fyrstu átti brúðkaupsdagurinn að verða 22. ágúst en var frestaðað til 10. október sem gekk ekki heldur. Brúðhjónin verðandi settu þá brúðkaupið dagskrá á afmælisdegi föður hennar, Einars Guðbjartssonar og svo fór sem fór. Steinunn er þó ekkert á því að gefast upp og stefnir á enn einn daginn þegar hún hefur sigrast á Covid.

- Auglýsing -

„Allt er þegar þrennt er en fullkomið í fjórða sinn, eða vonum það,“ sagði Steinunn í samtali við Mannlíf.

Steinunn ítrekar svo að smitskömmin verði að víkja.
„Munum svo að gæta hvernig við tölum á netinu. Það ætlar sér enginn að smita neinn. farið varlega“.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -