Leiðarar Moggans eru fyrir löngu alræmdir fyrir þá heift sem þar ríkir í garð andstæðinga Davíð Oddssonar ritstjóra Í nýjasta leiðara blaðsins fær Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á baukinn. „Á Íslandi hefur hálofað embætti, eins og umboðsmanns Alþingis, breytt sér í óskeikulan umboðsmanns kerfisins, skrifræðisins, sem vinnur jafnt og
þétt við að sauma svo að útsendurum fólksins …“ segir í leiðaranum.
Davíð hefur áður vegið að Tryggva umboðsmanni. Árið 2004 samdi Tryggvi afhjúpandi álit um skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í sæti dómara við Hæstarétt. Ólafur Börkur er náfrændi Davíðs sem þá var forsætisráðherra. Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði Ólaf þvert ofan í álit matsnefndar sem taldi hann vera lakasta kostinn. Davíð hafði í framhaldinu í hótunum við umboðsmann vegna álitsins í símtali. Hnútukastið nú verður að skoðast í ljósi fyrri samskipta og sýnir að Davíð gleymir engu …