Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Aðstandendum er vottuð samúð á vef Landspítala þar sem greint var frá.
Samtals eru 27 Íslendingar látnir úr Covid-19, þar af 17 í hinni svokölluðu þriðju bylgju faraldursins og af heildinni hefur næstum helmingur látist vegna hópsmitsins alvarlega á Landakoti. Það kostaði 13 mannslíf.
Alma Möller landlæknir hefur hafið rannsókn á því hvað gerðist á Landakoti sem kostaði 13 Íslendinga lífið vegna Covid-hópsmits sem kom þar upp. Áður hafði Landspítalinn rannsakað sjálfan sig og kennt manneklu og slælegum húsakosti um dauðsföllin.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti. Það er ekki á ábyrgð heilbrigðisráðherra að stýra mönnun innan heilbrigðiskerfisins né heldur ber ráðherra ábyrgð á starfsumhverfi starfsfólks spítalans. Ábyrgðin sé alfarið stjórnenda Landspítalans.
Nú hafa þrettán Íslendingar látist vegna Landakotsveirunnar. Samtals hafa 27 látist hér á landi vegna Covid og er því nærri helmingur alla látinna tengdir þessu alvarlega hópsmiti. Landakot er hluti af Landsspítalanum og undir stjórn hans. Sýkingingin hefur ekki verið tilkynnt til lögreglu.