Guðrúnu Brynjólfsdóttur brá heldur betur í brún í súðustu verslunarferð hennar í Bónus þar sem hún upplifði svo sannalega góðvilja náungans. Eftir búðarferðina sat hún út í bíl hágrátandi.
Frá reynslu sinni segir Guðrún í færslu á Facebook þar sem hún biður alla að deila boðskapnum. Ástæðan er sú að hana langar til að konan sem var henni svo góð í búðinni sjái þakkir sínar. „Hvað hef ég gert til að eiga þetta skilið?“ Ég sat úti í bíl seinnipartinn í dag eftir eina búðarferðina í Bónus, hágrátandi og gat ekki hætt. Ástæðan var ekki sú að ég væri sorgmædd eða óhress, heldur ég hafði upplifað góðverk sem kom heldur betur flatt upp á mig,“ segir Guðrún.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/12/gudrun-161x300.jpg)
Guðrún segist þessu næst hafa rokið út til að leita að konunni sem hafði greitt fyrir matvörur hennar. Í myrkrinu var hún miður sín að finna ekki konuna strax. „En svo kemur hún keyrandi – ég veifa henni og bið hana að stoppa – segi við hana „heyrðu elskuleg, ég held að þú hafir verið rukkuð fyrir matinn minn, ég vill fá að borga þér“ – Nei alls ekki, segir hún. Ég ætlaði að borga þetta. „Nú? segi ég stamandi af undrun, afhverju“? – Bara afþví bara segir hún brosandi og segir svo bara Gleðileg jól. Svo brosti hún bara og keyrði í burtu á meðan ég stamaði Takk og eitthvað. Hún valdi mig til að gleðja þennan dag,“ segir Guðrún.
Guðrún segir ljóst að konan hafi einfaldlega viljað gleðja sig. „Ég settist inn í bíl og hágrét. Ég vona að hún sjái þessa færslu. Við ungu konuna langar mig að segja: TAKK fyrir mig Þú þurftir ekki að gera þetta, en gerðir af góðmennsku og hjartagæsku. Það kann ég að meta og mun taka þetta góðverk lengra með því að gera það sama fyrir einhvern annan í jólamánuðinum. Einhvern sem ég þekki ekki neitt, og valin af handahófi. Þú elsku stelpa settir eitthvað af stað sem vonandi margir taka sér til fyrirmyndar. Ég þekki þig ekki neitt – en í mínum huga ertu mikilvæg og dásamlega falleg manneskja, segir Guðrún.
„Hvað hef ég gert til að eiga þetta skilið?“
Ég sat úti í bíl seinnipartinn í dag eftir eina búðarferðina í Bónus,…
Posted by Guðrún Brynjólfsdóttir on Tuesday, December 1, 2020