Ein af umdeildari embættismönnum landsins er Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum. Áslaug Arna Sigurgeirsdóttir dómsmálaráðherra fjarlægði hann af Suðurnesjum í framhaldi af logandi deilum og úlfúð á milli lögreglustjórans og starfsmanna hans. Ólafur, sem var sakaður um einelti og trúnaðarbrot, var settur í sérverkefni á vegum ráðuneytisins. Einhverjir héldu að skrautlegum embættisferli hans lyki þar með á friðarstóli í skjóli ráðherrans. En nú er komið á daginn að héraðssaksóknari ætlar ekki endilega að leyfa Ólafi að vera óáreittum í sínum helga steini. Fréttblaðið greinir frá því í forsíðufrétt dag að lögreglustjórinn fyrrverandi hafi, auk tveggja annarra, verið kallaður til yfirheyrslu og þá væntanlega grunaður um trúnaðarbrot í starfi. Sjálfur þarf Ólafur ekki að hafa áhyggjur af atvinnuleysi því hann varð 67 ára í haust og er með góðan eftirlaunarétt …