Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Ragnar segir að fjórða Covid-bylgjan muni koma: „Við skulum ekkert láta okkur bregða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, segir að fjórða Covid-bylgja faraldursins muni koma og jafnvel megi búast við fleirum. Hann biður landsmenn um að láta sér ekki bregða.

Þetta kom fram í máli Ragnars í Morgunútvarpi RÚV í morgun. „Við vissum að önnur og þriðja bylgjan myndi koma og við skulum ekkert láta okkur bregða þó fjórða bylgjan komi,“ sagði Ragnar sem bendir á að ekkert fararsnið virðist á kórónaveirunni. Því þurfi þjóðin að búa við hana að minnsta kosti fram á næsta vor.

Að þessu gefnu segist Ragnar þeirrar skoðunar að leyfa eigi íþróttaiðkun og líkamsrækt, með takmörkunum þó, þannig að landsmenn geti haldið þetta út. Hann telur að alltaf sé þá hægt að bakka tilbaka með losun hafta. Eitt af því sem Ragnari finnst skrítið nú er að sjá langar biðraðir fyrir framan stærðarinnar verlunarhúsnæði. „Það ögrar pínulítið því sem við vitum um veiruna. Við eigum að spila á það sem við kunnum. Mér finnst að við ættum að lifa betur með þessu, leyfa íþróttir í meiri mæli. Ég held við verðum að nota meira þá þekkingu sem við höfum aflað okkur og lifa með þessari veiru,“ sagði Ragnar og bætti við:

„Við vitum miklu meira en við gerðum í upphafi fyrstu, annarar og þriðju bylgju. Við áttum okkur núna á því miklu meira hvar veiran smitar; hún smitar mest þegar fólk er að hittast í heimahúsum innan fjölskyldna og á öldurhúsum þar sem áfengi er um hönd.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -