Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

BBC segir Rúrik blöndu af Brad Pitt, Channing Tatum og Chris Hemsworth

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hvað færðu þegar þú blandar saman Chris Hemsworth og Brad Pitt, með dass af Channing Tatum? Hinn íslenska Rúrik Gíslason.“ Svona byrjar grein á vef BBC um nýjustu samfélagsmiðlastjörnu Íslands, knattspyrnukappann Rúrik Gíslason. Brad Pitt þarf vart að kynna en Chris Hemsworth er hvað þekktastur fyrir að leika þrumugoðið Þór og Channing Tatum þekkja margir úr kvikmyndunum Magic Mike.

Last day in Dubai. Time to go home and see my family!

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on

Rúrik sprengdi næstum því Instagram eftir leikinn gegn Argentínu um síðustu helgi. Rúrik átti um fjörutíu þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlum fyrir leik en nálgast nú óðum milljón fylgjendur og nær því eflaust áður en heimsmeistaramótinu lýkur.

Í kjölfar þessa gríðarlegu vinsælda hefur athugasemdum við myndir hans á Instagram fjölgað til muna og virðast margar þeirra koma frá argentínskum notendum miðilsins. Því virðist sem Rúrik hafi með útliti sínu náð að milda höggið fyrir argentínska landsliðið, allavega ef marka má athugasemdir við myndirnar hans.

Viktoría Alfreðsdóttir ❤️

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on

„Hann gerir mig brjálaða,“ skrifar einn notandi við mynd Rúriks á meðan annar notandi er frekar frakkur: „Ég sendi þér númerið mitt í einkaskilaboðum. Kossar.“

Þá vill einn notandi samfélagsmiðilsins vita hvernig sjampó maðurinn notar, enda hefur vel hirt hár kappans vakið athygli. Margir sem sjá sig knúna til að skrifa athugasemdir við myndir Rúriks kalla hann einfaldlega sælgæti.

☀️☀️☀️?️ #holiday

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on

Blaðamaður BBC fer yfir þessar vinsældir Rúriks í pistli sínum og kallar hann hjartaknúsara. Bendir hann réttilega á að Rúrik eigi nú flesta fylgjendur á Instagram í landsliðinu. Þetta Rúriks æði sem gripið hefur um sig á heimsmeistaramótinu minnir um margt á hve eftirsóttur liðsfélagi hans Birkir Bjarnason var á Evrópumótinu í knattspyrnu fyrir tveimur árum síðar. Þá gerði Birkir allt vitlaust á öðrum samfélagsmiðli, nefnilega Twitter, þar sem honum var líkt við NFL-stjörnuna Tom Brady til að mynda. Þá skrifaði Daily Mail heila grein um kappann og líkti honum við þrumugoðið Þór og ungan Brad Pitt, eins og BBC um Rúrik nú, og breski fatarisinn ASOS bauð Birki fyrirsætustörf.

- Auglýsing -

Birkir á þó langt í land með að ná Rúrik í Instagram-vinsældum þar sem sá fyrrnefndi er aðeins með rúmlega hundrað þúsund fylgjendur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -