Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Óður maður réðst skyndilega á smáhund Þórunnar – Óttast að þetta sé ekki fyrsta skiptið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórunni Kristínu Snorradóttur var heldur betur brugðið þegar maður nokkur veittist að hundinum hennar, æpti á hann fúkyrðum og sparkaði í hann. Hundurinn heitir Megas og er smáhundur af gerðinni mini shnauzer. Hannvar laus, trítlandi umhverfis og yfir göngustíginn á Hólmsheiði en samkvæmt Reykjavíkurborg er lausaganga hunda leyfð á svæðinu. Þórunn greindi frá málinu á Facebook hópnum Hundasamfélaginu og spyr hver réttur þeirra sé í svona málum.

„Við förum þarna tvisvar á dag með hundinn okkar þar sem þetta er alveg við hverfið okkar og mjög hentugt. hundurinn er eins og hálfs árs hvolpur og er mjög góður og mannblendinn,“ segir Þórunn.

Hún býr í hverfinu og fer reglulega á útisvæðið á Hólmsheiði með Megas litla enda er lausaganga hunda er leyfileg á svæðinu. Hún segir Megas ekki vanann að gelta á fólk nema þegar einhver kemur að húsinu þeirra og því stafar ekki mikil ógn af hundinum sem er lítill og meinlaus.

„Þarna var byrjað að rökkva og á þessum slóðum eru margar blindbeygjur þar sem maður sér ekki alveg fram fyrir sig. Ég var á slóðanum og hundurinn inni í trjánum þar sem maðurinn kemur á móti okkur í rökkrinu, þá stekkur hundurinn til og geltir á hann.“

Þórunni brá heldur betur í brún þegar hún heyrir manninn æpa fúkyrðum yfir dýrið, sem hætti að strax að gelta en maðurinn sparkaði líka í Megas.

„Það gæti vel verið að manninum hafi brugðið við að heyra geltið í honum en þegar dýrið er hætt að gelta þá sparkar maður ekki í það. Ég veit ekki hvað maður gerir í svona aðstæðum, ég fraus þar sem ég varð hrædd þannig ég gat ekki gert neitt að viti þannig.“

- Auglýsing -

Þórunn veit ekki hver réttur hennar eða Megasar er eftir svona árás en hún heldur að þetta sé ekki einsdæmi hjá þessum manni. „Ég veit ekki hver þessi maður er en við hérna í hverfinu erum nokkuð viss um að þetta sé ekki einsdæmi hjá þessum manni þar sem ég hef heyrt af þrem svona sögum á þessum slóðum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -