Ein af skýringum þess að Vinstri grænir mælast með fylgi sem felur í sér hrun er sú að stöðugt fleiri róttæklingar þar flýja frá miðju og yfir á vinstri kantinn þar sem Sósíalistaflokkurinn bíður með opna arma. Þá er leki frá VG yfir í Samfylkinguna sem er komin til vinstri við Vinstrið. Talið er tímaspursmál hvenær Rósa Björk Brynjólfsdóttir, brotthrakinn þingmaður VG, gangi til liðs við Samfylkinguna og sameinist þar eiginmanni sínum, Kristjáni GuyBurgess. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins er nú að stilla upp liði sem líklegt er til að tryggja flokki hans stórsigur. Lykilmenn í þeirri fléttu eru þau Sólveig Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Víst er að með þau innanborðs er flokkurinn öruggur með góðan árangur …