Laugardagur 23. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Drepur klór COVID-19?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verkar klór í sundlaugum á kórónuveiruna? Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði við Háskóla Íslands, svaraði spurningunni á Vísindavefnum. Hann greindi betur frá þessu í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag.

„Stór er spurt, það er ekki vitað fyrir síst með akkúrat COVID en það bendir ýmislegt til þess að klórinn geri skyldar veirur óvirkar en það er ekki víst með COVID veiruna sem við erum að glíma við,“ sagði Ágúst.

Ágúst sagði klórinn vera efnablöndu og segir efnið sem skipti máli í vatninu sem finnist í sundlaugum vera hypýklórsýra. „Hún getur smogið í gegnum himnur örvera og fruma og skaðað þær. Svipað gæti gilt með veirur,“ sagði Ágúst í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2.

Sama gildi þó ekki um sápuna og sprittið. „Klórið kann að skaða veirurnar en sápan loðir við veiruna og hrifsar hana í burtu en veldur ekki efnabreytingu inni í veirunni í eins og klórinn.“  Þá segir hann sprittið skemma „fituhúð“ sem umlykur veiruna og drepur þá veiruna.

Aðspurður hvort það geri eitthvað að drekka klórvatnið segir Ágúst það ekkert skaðlegt í litlu magni en það sé ekki lausn við COVID eða virka á aðrar veirur og bakteríur.

Því eru einhverjar líkur á að sundferðir séu skynsamlegri en ferðir í líkamsræktarstöðvar en það þýðir ekkert að vera að dreypa á sundlaugarvatninu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -