- Auglýsing -
Snjólaug nokkur, íbúi í Grafarvogi, er síður en svo sátt við unglingagengi sem fremur skemmdarverk í hverfinu. Drengirnir leggja það meðal annars í vana sinn að raða hnullungum á akvegi í hverfinu.
Snjólaug vakti máls á vandanum í gærkvöldi inni í hverfishópi Grafarvogsbúa á Facebook. „Góða kvöldið kæru grannar. Í annað skiptið á stuttum tíma urðum við mæðgur vitni að því að hópur unglingsdrengja setur steina, mis stóra og alveg uppí hnullunga á Skólaveg við strætó skýlið. Fyrir utan strætó fara margir bílar þarna í gegn litlir og stórir, ef bifreið lendir á þessum stórskemmdist hún eða jafnvel eyðileggst,“ segir Snjólaug og heldur áfram:
„Því bið ég þig, ef þú átt unglings dreng/i á aldrinum 13-17 ára sem var úti í kvöld og jafnvel kom meiddur heim eftir að hafa hlaupið yfir móann hjá Engjaskóla, að ræða þessi mál. Fyrir utan þann sem datt, var einn í ljósum buxum en annars allir dökkklæddir. Ótrulega leiðinlegt að sjá svona – kennum börnum okkar að bera virðingu fyrir náunganum og eigum hans.“
Með færslu sinni birtir Snjólaug myndir af skemmdarverkjum drengjanna í Grafarvoginum þar sem hnullungum hefur verið raðað eftir akvegi strætisvagns. Einhverjir íbúarnir benda á að þarna megi fólksbílar ekki aka og því ætti þetta ekki að valda skemmdum á einkabifreiðum. Aðrir benda á að það réttlæti síður en svo verk drengjanna. Margrét nokkur er ein þeirra. „Ótrúlegt. Gert til þess eins æð skemma.Ekkert fyndið við þetta,“ segir Margrét.
Silja Pálsdóttir er ekki sátt. „Þetta er nánast alltaf svona. Hef séð strætó þurfa að stoppa til þess að færa allt draslið til að komast í gegn. Hef líka séð leigu rafmagnshlaupahjól þarna og innkaupakerrur. Þetta er í raun miklu dýrara djók en þessir krakkar gera sér grein fyrir,“ segir Silja.
Það er Anný Mjöll Sigurðardóttir ekki heldur. „Er ekki í lagi?? Finnst fólki þetta bara vera eitthvað grín hjá þeim?? Sé nánast engan hérna sem finnst þetta alvarlegt mál og jafnvel reyna að réttlæta þessa ógeðslegu hegðun! Grafarvogur verður ekki á lista næst þegar maður flytur,“ segir Anný ákveðin.
Ósk Vilhjálmsdóttir bendir á að það sé ekki hægt að réttlæta gjörðir drengjanna með því að benda á lögbrot bílstjóra. „Bíðið nú við, að því að bílstjórar sem keyra þarna um eru að brjóta lög, þá er bara í lagi að einhverjir illa uppaldnir karakkaormar fái að komast upp með skemmdaverk að því að þeir eru ekki að virða börnin. Ha í alvöru…… Strætó getur líka skemmst og það kostar. Stoppið þetta áður en þetta verður lögreglumál. Þetta er ekki brandari,“ segir Ósk.