Fiskikóngurinn frægi, Kristján Berg Ásgeirsson, var ekki ánægður með heimsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í verslanir hans. Eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að fiktað hefði verið í dagsetningum á endingu matvæla. Sjálfur tilkynnti Fiskikóngurinn að eftirlitið hefði verið að fara gegn vörum sem væru framleiddar eftir aldargömlum aðferðum. Það liggur í málsvörninni að um sé að ræða fordóma gegn góðum og gildum mat. meðal þess sem Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir við var að upplýsingum um geymsluþol á reyktum silungi verið breytt úr þremur mánuðum í um þrjú ár. Fjöldi annarra athugasemda varðandi vörumeðferð hjá Kristjáni Berg voru settar fram. Fiskikóngurinn er einn umsvifamesti auglýsandi landsins og selur jöfnum höndum skötu og heita potta með afar sérstæðri framsetningu …