Einar Scheving hljóðfæraleikari er virkilega ósáttur við þær matvörur sem Íslendingum eru seldar. Ekki bara séu þær dýrastar á heimsvísu heldur sé oft hluti þeirra ónýtur þegar heim er komið með vöruna.
Einar spyr netverja að því í færslu sinni á Facebook hvort slíkir verslunarhættir séu löglegir. Hann birtir þar mynd af appelsínum sem hann hafði keypt og voru nokkrar myglaðar í pokanum. „Er löglegt að selja ónýta matvöru? Er ekki komið nóg af þessu rugli? Ekki einungis er dýrast á heimsvísu að versla í matinn á Íslandi, heldur er hluti hans ónýtur líka. Annars er ég hressari en vindurinn (sem væri reyndar efni í aðra færslu),“ segir Einar.
Halldór Högurður er einn þeirra sem tjáir sig undir færslu Einars. „Dýrafóður keypt á slikk í Hollandi, það er það sem þið lifið við,“ segir Halldór.
Jón Baldursson segist oft hafa lent í þessu saman. „Held ég hafi aldrei keypt Mandarínu/Clementínu kassa öðruvísi en að eitthvað í kassanum væri myglaður,“ segir Jón.
Bjarni Baldvinsson töframaður veltir fyrir sér hvort Íslendingar hafi jafnvel haft það betra fyrr á tímum. „Hvar eru dönsku einokunarkaupmennirnir þegar mapur þarf á þeim að halda???,“ spyr Bjarni.