Laugardagsþáttur Gísla Marteins Baldurssonar og Bjargar Magnúsdóttir, Morgunkaffið, er af mörgum talið vera eitt besta efnið sem Rás 2 hefur boðið uppá. Þátturinn hefur einkennst ef gleði gamansemi og einlægni og hefur verið sem ljósgeisli inn í dagskrá sem er sumpart haldið uppi af örfáum og örþreyttum einstaklingum sem árum saman hafa haldið úti dagskrá sem er í senn keimlík og þreytt. Þátturinn virðist þó ekki hafa fallið í kramið hjá yfirstjórn RÚV því hann hefur verið sleginn af. Seinasti þátturinn var á laugardag og er fjölmögum aðdáendum þeirra brugðið. Hinn frómi frasi, Björg mín, mun ekki framar hljóma á öldum ljósvakans. Óljóst hvað tekur við og hverjum er ætlað að fylla í skarð þeirra. Giskað er á að Felix Bergsson fá enn rýmri tíma fyrir eitthvert tímaflakk …