Laugardagur 14. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Forðastu timburmennina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Timburmenn. Ugh! Hver bauð þeim eiginlega? Þeir eru því miður oft óskemmtilegur félagsskapur eftir gott djamm kvöldinu áður og ef til vill eru timburmenn í heimsókn víða um bæinn akkúrat núna eftir gærkvöldið. Til að sleppa algjörlega við þá er best og einfaldast að sleppa áfengisdrykkju en ef áhugi á því er ekki fyrir hendi koma hér nokkur ráð til að forðast timburmennina næst þegar á að gera sér glaðan dag með vín um hönd.

Áður en stuðið hefst:

Þetta er rétti dagurinn til að taka sér hlé frá megruninni. Borðaðu fituríka máltíð áður en þú ferð út á galeiðuna. Fitan húðar magann að innan og þá er minni hætta á að deginum eftir verði eytt í að horfa ofan í klósettskálina. Ef þú vilt vera enn öruggari þá er frábært að drekka mjólkurglas með matnum eða jafnvel pína ofan í sig skeið af lýsi.

Vökvaðu líkamann með óáfengum drykkjum áður en haldið er af stað. Eins og flestir vita orsakast stór þáttur óþægindanna af ofþornun Það er ólíkt þægilegra að fyrirbyggja vandann heldur en að lækna hann.

Á meðan á djamminu stendur:

Það er fleira í drykkjunum þínum en bara áfengið sem stuðlar að timburmönnum. Í áfengum drykkjum eru líka aukefni sem líkaminn erfiðar við að brjóta niður. Þumalputtareglan er að dökkir drykkir, eins og rauðvín, púrtvín og koníak hafa fleiri aukefni en þeir ljósu, s.s. hvítvín, vodka eða gin. Einnig eru ódýrari vín oftast með fleiri aukefnum en þau sem dýrari eru.

- Auglýsing -

Drekktu vatnsglas eða ávaxtasafa á milli áfengu drykkjanna. Ástæðan fyrir hausverknum hryllilega, sem þú færð ella daginn eftir, er að mestu leyti ofþornun. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst því raunin er sú að eftir nokkur glös eru flestir bara að fylgjast með sínum eigin drykk.

Þegar heim er komið:

Athugaðu hvort þú týndir debetkortinu eða tókst aukafólk með þér heim af barnum. Ef þú verður vör við óheppilega áhangendur þá skaltu koma þeim út úr húsi sem fyrst. Það er ekkert jafnkvalafullt og timburmenn með mórölsku ívafi. Mundu líka eftir samkomutakmörkunum og heimsfaraldrinum sem er í gangi!

- Auglýsing -

Drekktu mikið vatn. Þú vilt forðast ofþornun sem hætta er á þegar áfengis er neytt.

Fáðu þér eitthvað að borða. Blóðsykurinn er í lágmarki og maginn vafalaust viðkvæmur. Taktu stóran skammt af B- og C-vítamíni eða fjölvítamíni. Ef þetta eru of flóknar leiðbeiningar fyrir manneskju í þínu ástandi þá hjálpar mikið að drekka glas af ferskum appelsínusafa. C-vítamínið í safanum hjálpar lifrinni að brjóta niður áfengið og ávaxtasykurinn gefur þér orku sem líkami þinn þarf sárlega á að halda til að fást við óæskileg áhrif áfengisdrykkju.

Pissaðu áður en þú ferð í háttinn. Það dregur úr næturbrölti og þú þarft á hvíldinni að halda.

Morguninn eftir djamm:

Ertu samt timbruð/timbraður? Alveg viss um að þú hafir hlýtt öllum fyrirmælunum? Fáðu þér þá eitthvað að borða. Drekktu fullt af vatni eða ávaxtasafa og fáðu þér verkjalyf eða Alka Selzer sem er auðvitað sérhannað fyrir fólk eins og þig í dag.

Farðu aftur í rúmið. Ef þér líður eins og þú sért veik/ur, þá ertu veik/ur. Farðu aftur að sofa og gefðu líkamanum færi á að vinna í þessum ósköpum. Ef þér finnst þú eiga það skilið að þjást fyrst þú varst svona óþekk/ur í gærkvöldi þá máttu það alveg. En hver græðir á því?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -