Mannlíf óskar öllum gleðilegrar hátíðar. Njótum þess að vera í návist við okkar nánustu og finna frið og jafnvægi á hátíð ljóssins. Þessi jól verða einstök vegna samkomutakmarkana. Þess vegna skulum við umfram allt njóta þess sem er í jólakúlunni okkar og vera góð, hvert við annað. Hugum að því fallega í tilverunni en bægjum öðru burt. Hjálpum þeim sem eiga um sárt að binda. Sendum fallegar hugsanir út í heiminn og biðjum um betra samfélag. Virðum sóttvarnir og stefnum að sigri á veirunni á fyrstu mánuðum næsta árs.
Ritstjórn Mannlífs þakkar lesendum sínum góða samleið og stóraukinn lestur á árinu.