Pfizer-bóluefni gegn COVID kemur til landsins fyrir hádegi í dag og mun Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taka á móti því ásamt þríeykinu í vöruskemmu fyrirtækisins Distica rétt fyrir hádegi. RÚV greinir frá þessu.
Starfsmenn Landspítalans verða fyrstir til að fá það en að öllum líkindum mun stór hluti þjóðarinnar fá bóluefni fyrr en síðar. Í dag koma tíu þúsund skammtar næstu vikur mun svo þrjú þúsund skammtar koma í hverri viku.
Sumir hafa lýst yfir áhyggju yfir því að taka þetta bóluefni. Slíkar áhyggjur eru þó líklega óþarfar því samkvæmt fylgiseðli þá eru aukaverkanir venjulega vægar eða miðlungsmiklar og vara ekki lengi.
Mjög algengt er þó að fólk upplifi verk og bólgu á stungustað, þreytu, höfuðverk, vöðvaverk, liðverk, kuldahroll og hita. Örlítið sjaldgæfara en ekki óþekkt er að fólk upplifi roða á stungustað og ógleði.