Völva Vikunnar fer yfir komandi ár í nýjasta tölublaði Vikunnar og segir meðal annars að sér finnist ríkisstjórnin rétt lafa út kjörtímabilið. Samstarfið hafi reynt mjög mikið á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Vinstri græn verði í næstu stjórn. Miðflokkurinn muni fá fylgi.
„Þetta með Miðflokkinn er stórmerkilegt,“ segir völvan og hristir höfuðið. „Það eru dónakarlar þar inni, fyrirgefðu orðbragðið, og það er bara stórfurðulegt hvernig þessi flokkur nær að halda áfram, en hann mun gera það.“
Lestu spennandi Völvuspá í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.