Útlendingar sem búsettir eru hérlendis skilja lítið í hegðun Íslendinga að vetrarlagi. Þeir furða sig til að mynda á því hvers vegna Íslendingar stundi útivist í fimbulkulda í stað þess að sitji inni með heitt súkkulaði.
Það er Ian nokkur sem stofnar til umræðu um hegðun Íslendinga í hópi útlendinga á Facebook. „Fólk skokkandi í snjóstormi um miðjan vetur. Hættið þessu. Fáið ykkur heitt súkkulaði. Þið eruð að láta mig upplifa mig latan sitjandi á feitum rassinum,“ segir Ian.
Anna tekur undir. „Ég sá einn skokkandi kl. 00:30 að næturlagi þegar snjóstormurinn dundi. Hvers vegna gera þau þetta?,“ spyr Anna.
Nicola nokkur setti einnig inn færslu í sama hóp þar sem hún kvartar undan hinum kalda íslenska vindi. „Ég vil kvarta undan íslenska vindinum. Á sunnudaginn var ég gangandi að bílnum mínum þegar vindurinn svipti mér upp líkt og brúðu um loftið með þei afleiðingum að ég skall niður á Klapparstíginn og braut 2-3 rifbein. Þetta er ekkert nema árása á líkama minn (þetta er auðvitað kaldhæðni en sársaukinn er samt mjög, mjög raunverulegur),“ segir Nicola.