Miðvikudagur 11. desember, 2024
6.8 C
Reykjavik

Frábært hjá forstjóranum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir / Vilhjálm Birgisson

Gríðarlega mikilvægt að allir hörðustu andstæðingar stóriðjunnar og umhverfissinnar á Íslandi lesi það sem forstjóri Landsvirkjunar skrifar í þessum pistli. En orðrétt segir Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar:

„Það vill reyndar oft brenna við, þegar bent er á endurnýjanlega, umhverfisvæna raforkuvinnslu að menn láta eins og það skipti litlu máli því sú orka sé nýtt í mengandi starfsemi. Álverin eru þá gjarnan nefnd til sögunnar, en staðreyndin er sú að þau eru með hvað lægsta kolefnisfótspor álfyrirtækja í heiminum. Ef Ísland hættir að framleiða ál og sú framleiðsla færist til Kína þar sem raforka er að mestu unnin með kolum , mun losun í heiminum aukast um 10 milljón tonn af koltvísýringi árlega. Það er meira en tvöföldun núverandi heildarlosun Íslands“.

Takið eftir, ef álverum á Íslandi yrði lokað og sú starfsemi færðist til Kína myndi það auka losun í heiminum um 10 milljón tonn af koltvísýringi árlega. Það er meira en tvöföldun núverandi heildarlosun Íslands. Vilja andstæðingar stóriðju og umhverfissinnar að það gerist? Nei, ég trúi því ekki því endurnýjanlega orka til orkusækins iðnaðar er okkar langstærsta framlag til umhverfismála.

Frábært hjá forstjóra Landsvirkjunar að vekja athygli á að okkar stærsta framlag til umhverfismála í dag er að knýja orkusækin iðnað með grænni vistvænni raforku.

Mikilvægt að umhverfissinnar hér á landi lesi þessa grein og átti sig á þessum bláköldu staðreyndum!

- Auglýsing -

Höfundur er for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness og fyrr­verandi vara­for­seti ASÍ.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -