Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Fréttablaðið haft að háði og spotti – Besti viðskiptamaðurinn boðar einokun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óhætt er að segja að viðbrögð flestra á samfélagsmiðlum við vali Fréttablaðsins á viðskiptamanni ársins sé háð. Fréttablaðið valdi Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair Group, sem viðskiptamann ársins og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagður kjáni að hafa á hlut að því að Lífeyrissjóður verslunarmanna sniðgekk hlutafjárútboði Icelandair.

Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi ráðherra, gerir grín af Fréttablaðinu í dag og tekur saman blaðið í dag. „Boðskapur Fréttablaðsins í dag nokkurn veginn svona: Hér skal vera eitt einkaflugfélag með yfirburðastöðu, verstu viðskipti ársins að kaupa ekki hlutabréf í því (einu sinni var það álitin mesta áhætta sem hægt væri að kaupa á íslenskum fjármálamarkaði að kaupa ekki bréf í deCode), mjög spennandi að taka þátt í píramítasvindlinu með Bitcoin, það á ekki að sóa fé skattborgara í rekstur Jafnréttisstofu og annað álíka, vefir eins og DV.is geta vel komið í staðinn fyrir RÚV sem á að minnsta kosti að hætta að selja auglýsingar. Er örugglega að gleyma einhverjum stórmerkilegum tillögun en afgangurinn virtist í svipuðum anda,“ segir Gylfi.

Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður sem hefur komið víða við í fjölmiðlum, skýtur jafnframt fast á Fréttablaðið. „Er frjáls samkeppni óraunhæf ? Viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar viðskiptakálfs Fréttablaðsins er forstjóri Icelandair. Forstjórinn vann gott verk á árinu 2020 og tókst með aðstoð ríkisins, sölu nýs hlutafjár og hæfilegri hörku gegn flugliðum og firrtum launakröfum þeirra að bjarga Icelandair frá þroti. Samkvæmt kálfinum hefur forstjórinn líka skýra afstöðu til samkeppni. Hann telur óraunhæft að hér á landi sé markaður fyrir annað flugfélag en það sem hann stýrir. Einokun tryggir lágt þjónustustig og hátt verð. Það hefur sagan kennt okkur,“ segir Sigurður Guðni.

Hann veltir því fyrir sér hvar þetta endar. „Viðskiptamaður ársins hjá frjálsum fjölmiðli er því í raun talsmaður einokunar, enda er einokun og einokunartilburðir hluti af erfðamengi Icelandair. Forstjórinn sýndi það á líðandi ári að hann er hreinskiptinn og þorir að segja það sem aðrir hugsa. Af fyrirsögn viðtals við hann í tilefni nafnbótarinnar fær maður á tilfinninguna að hið frjálsa viðskiptalíf þrífist ekki í samkeppni og stefni ávallt að einokun eða í það minnsta fákeppni. Sennilega getur útvarpsstjóri ríkisins gert orð viðskiptamanns ársins að sínum og sagt að óraunhæft sé að reka frjálsa fjölmiðla á Íslandi. RÚV dugi.  Spurning er svo bara hvað tryggingafélag, banka ,skipafélag, útgerð, matvöruverslun, plötusnúð og hljómsveit ríkið á að halda úti,“ segir Sigurður.

Svo eru aðrir sem segja val á verstu viðskiptum ársins hlægileg. Björn Birgisson, samfélagsrýnir og Grindvíkingur, er þar á meðal. „Hér virðist sá sem skrifaði fréttina í viðskiptablað Fréttablaðsins álíta að núverandi gengi bréfanna í Icelandair sé komið til að vera! Sá hinn sami hefur örugglega álitið að hátt gengi í bönkunum á sínum tíma hafi verið óhagganlegt og varanlegt! Annað kom svo á daginn. Vel gæti verið að í ljós komi að hann hafi verið að skrifa „vitlausustu“ frétt ársins! Minnir mig á góðan mann í Grindavík sem sagðist hafa tapað um 30 milljónum á falli Landsbankans eftir hrunið. Jæja, en hvað keyptir þú bréf fyrir mikið? Það voru 5 milljónir! Nú já, þá tapaðir þú ekki 30 milljónum, bara þessum 5 og einhverjum vöxtum af þeim – hitt var var bara bókhaldsfroða og blekking,“ skrifar Björn.

Þekktir Íslendingar gagnrýna Fréttablaðið enn fremur á Twitter og má sjá dæmi um það hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -