Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Kristinn segir biskup stjórna með geðþóttaákvörðunum: „Hafa kirkjuyfirvöld eitthvað að fela?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Jens Sigurþórsson, fyrrverandi sóknarprestur saurbæjarprestakalls á Hvalfjarðarströnd, telur að íslensku þjóðkirkjunni sé stjórnað með geðþóttaákvörðunum Agnesar Sigurðardóttur biskups og kollega hennar. Honum sýnist kirkjuyfirvöld einfaldlega gera mun minni siðferðiskröfur til sjálfra sín en þau gera til annarra.

Skoðanir Kristins koma fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Þar tekur hann tvö dæmi um presta sem hafa misst embætti sín vegna siðferðiskrafna sem til þeirra eru gerðar, annars vegar séra Ólafur Jóhannesson og hins vegar séra Skírnir Garðarsson. „Ekki er ætlunin hér að beina sjónum að málunum sem slíkum heldur að viðbrögðum kirkjuyfirvalda. Til samanburðar verður minnst á viðbrögð þeirra við öðrum málum, sem upp hafa komið og fela í sér rökstuddar ábendingar um siðferðisbrot ef ekki eitthvað þaðan af verra. Eru kirkjuyfirvöld, og þá einkum biskup Íslands, samkvæm sjálfum sér eða gætir tvískinnungs í viðbrögðum þeirra? Hafa kirkjuyfirvöld eitthvað að fela?,“ spyr Kristinn.

Kristinn undrast hvernig Agnes brást við í málum Ólafs og Skírnis í samanburði við önnur alvarleg brotamál sem hann sjálfur hafi borið á borð kirkjuyfirvalda. Þá furðar Kristinn sig á því hversu ríkulega aðkomu biskupinn hafi að skipun þeirra sem fjalla um ávirðingar á hendur honum sjálfum. „Það er ekki annað hægt en að staðnæmast við þá afstöðu biskupanna að einfaldlega sé hægt að trúa – eða eftir atvikum neita að trúa – ásökunum að vild og grípa til aðgerða á grundvelli slíkrar trúarafstöðu. Ásakanir um afbrot á heldur ekki að taka trúanlegar per se heldur ber að taka þær alvarlega og bregðast við í samræmi við það. Er áhyggjuefni að sjá kirkjuyfirvöld ekki ráða við þá hugsun. Tómlætið sýnir tvískinnung,“ segir Kristinn og bætir við:

Kristinn Jens Sigþórsson, fyrrverandi sóknarprestur.

„Sem sóknarprestur leitaði ég ítrekað ásjár biskups Íslands og kirkjuráðs og gerði grein fyrir alvarlegum málum. Ekki er hægt að segja að viðbrögð biskupanna eða kirkjuráðs hafi verið traustvekjandi því öllu var aðallega mætt með grunsamlegu tómlæti. Voru umræddir aðilar ófáanlegir til að taka rökstuddar ásakanir alvarlega, sem telja verður tvískinnung þegar horft er til harkalegra viðbragða þeirra í málum prestanna tveggja er áður eru nefndir. Verður ekki annað séð en að núverandi kirkjuyfirvöld geri mun minni siðferðiskröfur til sjálfra sín en þau gera til annarra.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -