Skiltakarlarnir Ólafur Sigurðsson og Leifur Benediktsson mættu á dögunum heim til Sigríðar Andersen, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, og afhentu henni blóm. Þeir birta myndband af þessu og má sjá að þetta var ekki gleðiefni fyrir Sigríði enda voru þeir að krýna hana spilltasta stjórnmálamann ársins.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en þeir hafa orð á því að Sigríður hafi þekkt þá í sjón. „Sigríður kannaðist strax við okkur starfsmennina úr skiltagerðinni og tók vel á móti okkur og þáði blómin, allt fór vel fram að venju Frábær frammistaða Sigríðar sem hefur vakið athygli um alla Evrópu,“ skrifa þeir á Facebook.
Þeir vísa svo í tilkynningu og skýra hvers vegna hún hafi orðið fyrir valinu. „Með miklum yfirburðum í forvalinu og svo kosningunni þá varð fljótt ljóst að ein manneskja væri nú fremri öllum öðrum. Sigríður Andersen, til hamingju með titilinn í ár og þú hefur svo sannarlega unnið fyrir honum, nægir bara að nefna Landsréttarmálið og að enginn hefur unnið eins gegn gegndarlausum flótta flóttamanna hingað og þú. Það leikur enginn vafi á dugnaði þínum og eljusemi Sigríður, hvort sem fólk kærir sig um eður ei, þá hafa ákvarðarnir þínar vakið athygli víða um lönd. Engum Dómsmálaráðherra hefur tekist að rústa trausti Íslands á erlendum vettvangi sem þú og óskum við þér til hamingju með titilinn spilltasti stjórnmálamaður landsins 2020.“