Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Rifrildið endaði með því að pabbi skaut sig í hausinn: „Hvíldu í friði, pabbi. Ég elska þig.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Einn daginn datt pabbi í það og drakk fram á næsta morgun. Um morguninn rifust for­eldrar mínir og endaði það rifrildi með því að pabbi fór fram í for­­­stofu og skaut sig í hausinn. Við skot­hljóðið vöknuðu bræður mínir.“

Þetta kemur fram í pistli eftir Snærúnu Ösp Guðmundsdóttur, hjúkrunarfræðing, á vef Mannlífs. Þar fjallar Snærún um hugsanleg hættumerki þeirra sem glíma við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir og bendir á hættumerkin, sem eru ekki alltaf augljós en kunna að vera til staðar. Snærún tjáir sig einnig við Mannlíf og opnar sig um þöggun samfélagsins og hvernig hún mátti þola háðsglósur frá öðrum krökkum vegna sjálfsvígs föður hennar.

Mörg ár að vinna úr sársaukanum

Undanfari sjálfsvígstilraunar getur verið langur og flókinn. Þá er oft um tímabundna röskun að ræða og fólk sem fær aðstoð sérfræðinga eiga möguleika á að lifa góðu lífi í sátt við aðra og sjálfa sig, fái þeir faglega ráðgjöf. Þá má ekki gleyma aðstandendum og áhrif sjálfsvíga á þau sem standa þeim veika næst. Mörg ár getur tekið að vinna úr sársaukanum og sumir komast aldrei yfir að missa nákominn ættingja sem tekur eigið líf. Snærún birti fyrst umfjöllun um föður sinn fyrir nokkru síðan og í samtali við Mannlíf kveðst hún hafa fengið fjölmörg skilaboð frá vinum og ættingjum sem þökkuðu henni fyrir að tala á opinskáan hátt um reynslu sína.

Stoltur af börnunum og góður við fjölskylduna

Faðir Snærúnar

Faðir Snærúnar lést þann 15. Mars 1981, þá aðeins 31 ár. Hann átti konu og þrjú börn. Drengirnir voru 8 og 7 ára en Snærún 1 árs. Faðir hennar var góður náms­maður sem fékk glimrandi ein­kunnir og út­skrifaðist í bú­fræði frá Há­skólanum á Hólum. Hann var bóndi allt sitt líf og á bænum voru kýr, kindur, hænur og hestar. Þá ræktaði hann hesta sem hann seldi til Þýskalands.

„Á­­fengið var hans böl og átti eftir að taka yfir hans líf,“ segir Snærún og telur föður sinn hafa glímt við þunglyndi.

.„Hann var góður og blíður maður, með hjarta úr gulli. Hann var góður við fjöl­­skylduna og svo stoltur af börnunum sínum en þegar hann var undir á­hrifum þá breyttist hann. Hann var aldrei vondur við börnin sín en þegar hann reiddist lét hann það senni­­lega bitna mest á mömmu.“

- Auglýsing -

Örlagaríkur morgun

Þann 14. mars árið 1981 hóf faðir Snæ­rúnar drykkju sem stóð fram eftir nóttu.

„Um morguninn rifust for­eldrar mínir. Það rifrildi endaði með því að pabbi fór fram í for­stofu og skaut sig í hausinn. Við skot­hljóðið vöknuðu bræður mínir. Á bænum bjó gamall maður sem vann hjá okkur, hann fór að at­huga með pabba á meðan mamma fór til bræðra minna til að huga að þeim.“

Árið 1981 þótti mikil skömm ef manneskja framdi sjálfsvíg. Það mátti aldrei tala um það sem hafði gerst. Engin áfallahjálp var í boði. Móðir hennar fékk eina svefntöflu, það var allt og sumt. Það var engin frekari aðstoð eða eftirfylgni. Harmleikir á borð við sjálfsvíg voru þaggaðir niður á þessum árum.

- Auglýsing -

Sagt að um slys hefði verið að ræða

Faðir Snærúnar

Snærún segir bræður sína hafa neyðst til að takast á við margvísleg vandamál eftir þetta mikla áfall.

„Þetta var svo mikil skömm, það mátti aldrei tala um þetta. Mér var sagt að pabbi hafi dáið í slysi og var ég orðin sirka sjö ára þegar ég kemst að því hvernig hann dó,“ segir Snærún og kveðst lengi hafa átt erfitt með að tjá sig um andlát föður síns. Hún telur líklegt að þar hafi skömmin sem innprentuð var á þessum árum haft áhrif. Nýverið treysti hún sér til að stíga fram og opna sig um það sem gerðist og um leið vonast til að hennar frásögn gæti hjálpað öðrum. Fólk sem hafði þekkt Snærúnu í mörg ár höfðu ekki nokkra hugmynd um þennan mikla harmleik.

Saknar pabba

„Ég hef síðast­liðið ár rætt þetta opin­­skátt við fólk ef það spyr mig. Mér finnst alltaf erfiðast að fá við­­brögð þeirra sem spyrja mig hvernig pabbi dó. Fólki finnst ó­­þægi­­legt að heyra þetta og ég skil það mjög vel,“ segir Snærún og bætir við að hún tengist föður sínum sterkt og ræturnar liggi djúpt. Hún bætir við:

„Þrátt fyrir að ég hafi aldrei þekkt hann, þá sakna ég hans á hverjum degi. Ég hefði viljað kynnast honum og að börnin mín hefðu fengið að kynnast honum.“

Hún fagnar því að tímarnir séu að breytast, að umræðan um sjálfsvíg sé að opnast. Það er þó mikið verk að vinna. Umræðu um sjálfsvíg megi alls ekki þagga niður. Þá segir Snærún:

„Það veldur á­hyggjum hve sjálfs­vígs­­tíðni karla undir 25 ára hefur aukist undan­farna ára­tugi.“

Snærún Ösp Guðmundsdóttir

Sjálfsvígstíðni aukist á meðal ungra karlmanna

Snærún deilir í pistli sínum ýmsum fróðleik um sjálfsvíg og sjálfsvígshættu. Hún bendir einnig á nöturlega staðreynd en í hverjum mánuði fremja þrír til fjórir Ís­lendingar sjálfs­morð. Þar eru karlmenn í miklum meirihluta. Þá veldur það Snærúnu áhyggjum hve sjálfsvígstíðni karla undir 25 ára aldri hafi aukist undanfarna áratugi.

„Ungir karl­­menn, sér­­stak­­lega hafi þeir ekki náð að marka sér stefnu í sam­­fé­laginu, verða utan­­veltu, hvatvísir karlmenn. Einnig ungir karlmenn og konur sem glíma við alvarlega fíknisjúkdóma,“ segir Snærún og bendir á að karlmenn utan sambúðar og fangar séu í áhættuhópi. Þá eru konur sem komnar eru yfir miðjan aldur í meiri hættu en yngri konur. Þá er tíðnin einnig há hjá karlmönnum eldri en 85 ára og eins einstaklingar sem verða fyrir áföllum.

Var strítt vegna sjálfsmorðsins

Snærún bendir fólki sem glímir við depurð að hafa samband við Píetasamtökin eða hjálparsíma Rauða krossins. Einnig standi til boða hjálp á bráðamóttöku geðsviðs og þar er boðið uppá viðtal.

Aðspurð hvort það sé enn þá erfitt að ræða um sjálfsvígið við annað fólk eða hvort það hafi breyst svarar Snærún:

„Það er akkúrat það sem er erfiðast við að segja frá því hvernig pabbi dó, það eru viðbrögð fólks. Fólk veit ekki hvað það á að segja eða hvernig það á að vera, andrúmsloftið verður því oft óþægilegt og fólk verður oft vandræðalegt í samskiptum við mig lengi á eftir,“ segir Snærún í samtali við Mannlíf. Hún bætir við að þetta hafi sem betur fer breyst.

„Þegar ég var lítil og fram til sirka tvítugs, þá voru mun meiri fordómar gagnvart sjálfsvígum. Það var mikil þöggun um þetta mál í fjölskyldunni og var helst ekki talað um pabba,“ segir Snærún og bætir við að hún hafi orðið fyrir aðkasti að hálfu annarra krakka vegna harmleiksins.

„Mér var strítt á því hvernig pabbi dó af öðrum krökkum og ein stelpa í bekknum mínum mátti ekki leika við mig af því að pabbi hafði tekið líf sitt,“ segir Snærún og bætir við:

„Núna er umræðan svo mikið opnari og mun minni fordómar. Þetta er samt enn þá heilmikið tabú.“

„Hvíldu í friði, pabbi. Ég elska þig.“

Víkjum þá aftur að pistlinum. Þar leggur Snærún þunga áherslu á að frásögn hennar snúist ekki bara um föður hennar og harmleikinn og eftirköst hans.

„Heldur langar mig að fara yfir fræði­­legar og tölu­­legar stað­­reyndir um sjálfs­víg,“ segir Snæ­rún en pistil hennar má lesa í heild hér. Hún segir að lokum:

„Hvíldu í friði, pabbi. Ég elska þig.“

Hér má lesa pistil Snæ­rúnar í heild sinni þar sem einnig er fjallað ítar­lega um hvaða að­stoð stendur til boða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -