Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-1.4 C
Reykjavik

Ljósmyndir úr ræktinni sagðar valda áhyggjum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Því hefur verið haldið fram að sjálfsmyndir sem teknar eru í miðri líkamsrækt og birtar á samfélagsmiðlum veiti fólki hvatningu. En niðurstöður nýrrar rannsóknar leiða annað í ljós.

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar leiddu í ljós að sjálfsmyndir sem teknar eru í líkamsræktarstöð hafa gjarnan neikvæð áhrif á þá einstaklinga sem sjá myndirnar á samfélagsmiðlum. Niðurstöðurnar, sem birtust í læknaritinu Health Communications, sýna að það fólk sem tekur myndir af sér í ræktinni og birtir á samfélagsmiðlum vill oft meina að slíkar myndir veiti öðrum hvatningu. En rannsakendur, þau Tricia Burke og Stephen Rains, komust að því að slíkar myndir hafa oft öfug áhrif á fólk og valda því að það fær áhyggjur af útliti sínu og þyngd.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þegar fólk sér ræktarmyndir af fólki sem er með svipaðan líkama og það sjálft þá eru meiri líkur á að myndirnar veki upp slæma tilfinningu hjá viðkomandi.

„Ég er með kúnna sem eyða meiri orku í símann sinn heldur en æfinguna, þeir spyrja oft hvort ég geti tekið myndir af þeim,“ segir Kenny Santucci sem rekur líkamsræktarstöðina Solace í New York þegar hann er spurður út í niðurstöður rannsóknarinnar.

Santucci furðar sig á þessu. „Ég hugsa oft með mér: „við erum hérna í miðri æfingu í kringum hóp fólks en þú villt að ég taki mynd af þér“,“ sagði hann í samtali við GQ.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -