Karl Steinar Óskarsson er reiður út í Nettó fyrir að hafa selt sér lönguútrunnið nautakjöt. Í stað þess að njóta þessarar fínu steikur var kjötið óætt og hefði ekki einu sinni hentað í gúllas.
Karl Steinar segir frá upplifun sinni í færslu á Facebook þar sem hann birtir jafnframt mynd af hinu útrunna kjöti og miðann sem sýnir síðasta neysludag. „Keypt í dag í Nettó. Rann út 10. október 2020. Maður lifir á brúninni. Verst að hafa borgað fyrir þetta,“ segir Karl.
Magnús nokkur spyr hvort útrunna nautakjötið úr Nettó hafi ekki verið það besta kjöt sem hann hafi smakkað. Karl svarar að bragði: „Þetta var í súrari kantinum. Hefði verið fínt í gúllas en greinilega þránað,“ segir Karl.
Þórður er með lausnina varðandi nautasteikina. „Éta hana fyrst, skila henni svo. Mikið rétt, þetta er pínu á gráu svæði að selja þetta,“ segir Þórður.
Jón Helgi nokkur spyr einmitt Karl hvort nautasteikin hafi verið æt. Karl segir svo alls ekki hafa verið enda þrír mánuðir liðnir frá því að kjötið rann út hjá Nettó.