Bókin Full Disclosure eftir Stormy Daniels fær nokkuð góða dóma.
Bókin Full Disclosure eftir klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels fær 3,9 stjörnur af fimm mögulegum á vefnum Goodreads þar sem notendur geta gefið bókum einkunn og umsögn.
Stormy hefur vakið mikla athygli undanfarið meðan annars fyrir að stíga fram og greina frá því að hún og núverandi Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sváfu saman árið 2006. Trump þvertekur fyrir það en fyrrverandi lögfræðingur Trump viðurkenndi að hafa greitt Stormy fyrir að segja ekki frá sambandi þeirra í kringum forsetakosningarnar.
Í bókinni Full Disclosure, sem kom út í byrjun október, segir Stormy frá æsku og ævi sinni og starfsferlinum í klámmyndabransanum. Eins segir hún frá sambandi sínu við Trump og lýsir kynlífinu og líkama forsetans umdeilda í smáatriðum.
Ef marka má ummæli notenda Goodreads er bókin meðal annars fyndin og áhugaverð og flestir sem skrifa umsögn gefa bókinni fína dóma.
„Stormy er frökk, gáfuð og fyndin. Hún hefur áhugaverða sögu að segja,“ skrifar einn notandinn meðal annars í sína umsögn. Hann hefur bókinni fimm stjörnur.
„Ég mæli með þessari bók fyrir alla þá sem eru með opinn huga,“ segir annar notandi sem gefur bókinni fimm stjörnur.
Sjá einnig: Flengdi forsetann og stundaði með honum óvarið kynlíf