Birgitta Ósk Pétursdóttir, fasteignasali sem búsett er á Spáni, kveður bróður sinn, Pétur Karl Pétursson, í hjartnæmri færslu á Facebook. Hann fór alltof ungur og lætur eftir sig þrjú börn.
„Ég er með brotið hjarta! Elsku brósi minn, Pétur Karl er farinn frá okkur, svo ungur að aldri og skilur eftir sig 3 börn, mikið af vinum og stóra fjölskyldu. Mér er illt í hjartanu, þetta er mikil sorg. Ég vona að þér líður vel í himnaríki og að þú verður með okkur í gegnum þessa erfiða tíma. Ég elska þig, ég sakna þín. Lífið verður aldrei eins án þín,“ segir Birgitta.
Harpa Sævarsdóttir passaði þau Birgittu og Pétur þegar þau voru ung. „Elsku Birgitta snúllan mín. Það er svo sárt að vita af þér svona langt í burtu. Man ykkur svo vel tvö saman að prakkarast þegar ég var að passa ykkur. Vesenast með röflandi páfagaukinn að flýja ykkur. Núna er Pésinn í sumarlandinu með ömmu og afa og amma að framleiða í þá Pétrana tvo pönnsur. Það verður gott að knúsa þig fljótlega,“ segir Harpa.
Natalía Sif sendir frænku sinni innilegar samúðarkveðjur. „Samúðarkveðja til þín elsku frænka. Ég þakka fyrir minningarnar sem við áttum saman sem var hvað mest þegar ég var minni. Vona að ljósið hans fylgi með ykkur fjölskyldunni inní framtíðina,“ segir Natalía.
Pétur Karl Ingólfsson minnist nafna síns. „Elsku Birgitta, innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Hann nafni minn var góður maður,“ segir Pétur.