Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Ásta hlúði að stórslösuðu fólki á Esjunni: „Líklega heppnasta fólk á Íslandi að vera á lífi í dag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur var fyrst á vettvang eftir að tveir göngumenn höfðu stórslasast í Esjunni á sunnudag þegar það hrapaði tæpa tvö hundruð metra niður fjallið. Maðurinn er vanur göngumaður en í þetta sinn var fólkið á svokölluðum smábroddum sem dugðu skammt við mjög erfiðar aðstæður í fjallinu.

„Þetta fólk er líklega heppnasta fólk á Íslandi að vera lifandi í dag. Það er eiginlega með ólíkindum og það hafa heillavættir haldið hendi yfir þeim. Það er engin spurning,“ segir Ásta í samtali við Mannlíf. Aðkoma á slysstað var hrikaleg en fólkið er á batavegi.

Gríðarlegur kuldi var á svæðinu þar sem fólkið lá stórslasað samkvæmt heimildum Mannlífs. Þau voru með mikil sár en kuldinn hægði á blæðingunni. Upphaf slyssins varð þegar þau komu að miklum svellbunka, neðan við efsta tind. Smábroddranir aflöguðust hjá manninum sem var að lagfæra þá þegar hann rann af stað. Konan ætlaði að grípa í hann en dróst á eftir honum og bæði köstuðust niður bratta hlíðina.

Aðkoma á slysstað þótti hrikalega þar sem fatnaður fólksins var allur tættur eftir fallið og konan talsvert slösuð. Þangað kom Ásta fyrst og var hjá þeim í rúma eina og hálfa klukkustund þar til björgunarþyrla komst að slysstaðnum. „Ég er björgunarsveitarkona og sem slík þá tók reynslan við. Ég fór bara í þann gír sem á þurfti að halda. Í þessu tilfelli var ofboðslega kalt og það snerist allt um það að halda á þeim hita þangað til þyrlan gat híft fólkið upp,“ segir Ásta.

Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur er alvanur fjallgöngu- og björgunarsveitamaður.

Miklar deilur hafa staðið árum saman um falskt öryggi svonefndra Esjubrodda og notkun þeirra í bratta og harðfenni. Við ákveðnar aðstöður eru jöklabroddar og íssexi talin nauðsynleg til að forðast slys. Reyndir fjallamenn hafa gagnrýnt að smábroddarnir eru gjarnan nefndir Esjubroddar sem leiði til þess að þeir séu notaðir við aðstæður sem skapa hættu.

„Fólk á ekki að fara á þetta fjall nema að það sé verulega reynt og rétt útbúin. Slysin geta samt ekkert síður gerst hjá fólki með reynslu, það getur verið bara augnabliks aðgátsleysi eða rangur búnaður. Þetta hefði getað komið fyrir hvern sem er á fjallinu þennan dag en líklega hefði þetta slys ekki orðið ef þau hefðu verið í réttum búnaði,“ segir Ásta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -