Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur legið undir gagnrýni vegna vináttu sinnar við eigendur Samherja. Þetta hefur reynst honum nokkur fjötur um fót en Stundin hefur bent á nokkur atriði sem undirbyggja óeðlileg tengsl. Í mútumálinu í Namibíu hefur komið fram að Samherjamenn hafi sýnt Nígeríumönnum í heimsókn á Íslandi ráðherrann undir þeim formerkjum að hann væri þeirra maður. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lýst því yfir að tengslin hafi ekki áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið og þannig gefið Kristjáni einskonar syndakvíttum. Óljóst er hvaða áhrif Samherjamál hafa á framtíð Kristjáns í stjórnmálum en hann nýtur mikillar hylli á Akureyri og annarsstaðar á áhrifasvæði Samherja …