Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Þorlákur Ingi látinn nýorðinn 21 árs: „Einstakur og tilfinningaríkur ungur maður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir minnast Þorláks Inga Sigmarssonar í Morgunblaðinu í dag. Hann lést langt fyrir aldur fram en hann varð 21 árs síðastliðinn september. Hann var fyrirliði fótboltaliðsins Ísbjörninn áður en hann lést. Íþróttin átti hug hans og hjarta. Hann barðist þó við andleg veikindi og segir í minningargrein að um þau hafi hann ávallt talað um opinskátt.

Morgunblaðið lýsir yngri árum Þorláks svo: „Þorlákur bjó fyrstu fjögur ár ævi sinnar í Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Fjögurra ára gamall flytur hann ásamt fjölskyldu til Hafnafjarðar þar sem hann eyðir stærstum hluta ævi sinnar. Þorlákur gekk í Lækjarskóla og byrjaði snemma að æfa fótbolta en það áhugamál fylgdi honum ævilangt. Þorlákur spilaði upp alla yngri flokka hjá FH og var mikill FH-ingur. Í seinni tíð spilaði Þorlákur með Haukum og síðustu árin með Ísbirninum þar sem hann var fyrirliði. Þorlákur var alla tíð mikill Liverpool-maður.“

Þorlákur var tilfinningaríkur og hlýr og því reyndist það vel þegar hann tók til starfa á leikskólanum Arnarbergi. Í Morgunblaðinu er honum lýst svo: „Eftir grunnskólagöngu lauk Þorlákur nokkrum önnum í Flensborg en fór síðan á vinnumarkaðinn og sinnti þar ýmsum störfum. Þar af á leikskólanum Arnarbergi þar sem hæfileikar hans komu skýrt fram enda með eindæmum einlægur og hlýr einstaklingur og átti starfið því vel við hann. Þorlákur var vinmargur og laðaði að sér fólk úr öllum áttum. Hann átti auðvelt með að eignast vini og hafði ríka samkennd með öðrum. Þorlákur var einstakur og tilfinningaríkur ungur maður, sem talaði opinskátt um tilfinningar sínar og baráttu við andleg veikindi.“

Móðir Þorláks skrifar stutta en hjartnæma kveðju. „Þú varst allur alheimurinn, en jafnvel rauðar rósir fölna eins og bjartir dagar kvölda blómið mitt. Elska þig að eilífu elsku kúturinn minn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -