Mörgum Framsóknarmanninum er brugðið við það að Þórunn Egilsdóttir, leiðtogi í Norðausturkjördæmi og vinsæll þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að láta af þingmennsku og einbeita sér að baráttunni við krabbamein. Þórunn var í Helgarviðtali Mannlífs og lýsti þar sviptingum í lífi sínu. Óljóst er hver tekur við af henni. En það eru fleiri breytingar. Barnamálaráðherrann vinsæli, Ásmundur Daði Einarsson, hefur ákveðið að gefa eftir sæti sitt í Norðvesturkjördæmi en fara fram í Reykjavík. Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður var snögg til og lýsti því yfir að hún vildi oddvitasætið. Halla er rótgróinn Vestfirðingur, frá Ingjaldssandi, systir Jóhannesar Kristjánssonar, skemmtikrafts og eftirhermu. Reiknað er með að fleiri vilji leiða listann í norðvestri ….