Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Sveinn skipstjóri sektaður og sviptur réttindum tímabundið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni ÍS, var sviptur skipstjóraréttindum sínum tímabundið og gert að greiða 750 þúsund króna sekt vegna brota á sjómannalögum í frægum Covid-túr frystitogarans.

Líkt og Mannlíf greindi fyrst frá var togaranum sigld í land eftir að langstærstur hluti áhafnarinnar veiktist af Covid-19 á miðunum. Það var hins vegar ekki gert fyrir en þremur vikum síðar þegar skipverjar voru margir hverjir orðnir hundveikir og umdæmislæknis sóttvarnar á Vestjörðum hafði ítrekað lagt til að togaranum yrði siglt í land. Þeim tilmælum var ekki sinnt.

Sveinn skipstjóri játaði sök þegar mál lögreglustjórans á Vestfjörðum gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Þar var hann sviptur skipstjórnarréttindunum í fjóra mánuði og sektaður um 750 þúsund eins og áður segir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -