Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sóley 17 ára sökuð um þjófnað á Facebook og birtar af henni myndir: „Ég fékk hræðilegt kvíðakast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sóley Sara Rafnsdóttir, 17 ára listakona, fékk hræðilegt kvíðakast í kjölfarið þess að hún var opinberlega sökuð um að vera svikahrappur á Facebook.

Sóley heldur úti listasíðu á Facebook þar sem verk hennar og systur hennar eru til sýnis og sölu. Þar að auki auglýsti hún sig í hópnum Brask og brall þar sem hún var síðan sökuð um þjófnað: „Sæl öll. Ég er 17 ára og finnst ofboðslega gaman að mála og teikna, ég hef verið að taka að mér að mála málverk fyrir fólk sem vill skreyta stofu eða herbergin sín (og hljóðfæri ef áhugi er fyrir),“ segir Sóley í auglýsingunni.

Fjölmargir sýndu fallegum verkum Sóleyjar áhuga og þeirra á meðan var maður sem vildi kaupa af henni mynd. Ekki löngu síðar birti hann svo sjálfur færslu á braskinu þar sem hann sagði Sóleyju eingöngu auglýsa í þeim tilgangi að hafa af fólki fé og varaði við henni. Þar birti hann myndir af listakonunni ungu ásamt persónulegum upplýsingum, svo sem kennitölu hennar.

Þegar hér er komið við sögu skárust foreldrar Sóleyjar í leikinn og tilkynntu atvikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Færslunni þar sem Sóleyju var hótað lögsóknum og hvað eina hefur verið eytt af braski og bralli grúbbunni. Þá hafði mikill fjöldi fólks séð færsluna og tjáð sig undir hana. Svona lýsir Sóley sjálf samskiptum sínum við manninn:

Hér má sjá eitt af fjölmörgum listaverkum hinnar ungu listakonu.

„Ég fæ skilaboð frá manni sem vildi fá mynd af Tupac. Við tökum við þeirri pöntun og ég segi að stafestingagjaldið er 15.000 kr. þar sem strigi og málning er nú ekki ódýr. Við fórum strax í það að versla í myndina. Ég sendi honum vikulega stundum daglega update af stöðunni á myndinni þar til hún var tilbúin. Um leið og hún var tilbúin þá hætti hann að svara mér. Hann segir síðan að hann þurfi að bíða til mánaðarmóta með að taka hana en tekur það fram að hann ætli að taka myndina og ég virði það,“ segir Sóley í samtali við Mannlíf og heldur áfram:

„Hann tilkynnir mér síðan 2-3 vikum seinna að hann þurfi að hætta við myndina vegna persónulega ástæða en vilji fá endurgreitt staðfestingagjaldið. Ég tek það fram að ég hafi staðfestingagjöld svo ég myndi ekki lenda í þessu hjá hverjum og einum að eyða tímanum okkar í þetta og leggja út fyrir kostnaðnum á verkinu. Tíminn okkar fór í þetta sem við fáum ekki aftur sem og efniskostnaður. Mér skilst að flestir vita um hvað „staðfestingagjöld“ snúast um. Þá komu inn kæruhótanir og lögfræðahótanir og ég enda með að fá nóg af þessum hótunum og í samráði við foreldri blocka ég hann á Facebook.“

- Auglýsing -
Sóley er augljóslega hæfileikarík eins og sjá má meðal annars á þessu verki hennar.

Eins og áður segir birti maðurinn svo í dag færslu á Facebook þar sem hann birti myndir af Sóleyju og kennitöluna. Þar segir: „Hún segist mála en fær síðan peninginn og blockar þig.“

Sóley var sjálf stödd út í myndlistarbúð að versla þegar hún frétti af færslunni. „Þegar ég tek upp símann þá voru þetta allir vinir mínir að senda á mig „hvaða rugl væri í gangi“ og að þau þekkja mig það vel að ég gæti ekki gert þetta sem hann er að segja. Fólk sem hefur fengið verk hjá mér studdu mig og sögðu að ég væri alls ekki að svíkja fé út úr fólki, sum þeirra hafa keypt tvisvar af mér og alltaf allt upp á 10 tengt loforðum mínum,“ segir Sóley og heldur áfram:

„Ég lýg ekki þegar ég segji að ég fékk hræðilegt kvíðakast, að er hræðileg tilfinning að fólk fari að halda eitthvað svona um mig. Sem betur fer á ég góða að og foreldrar mínir líta þetta alvarlegum augum og eru búin að tilkynna manninn til lögreglu. Vonandi hættir hann þessum ásökunum og hótunum svo ekki komi til kæru hendur honum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -