Þingmennirnir Brynjar Níelsson og Logi Einarsson eiga það sameiginlegt að vera vel kvæntir. Eiginkonur beggja eru dómarar og skaffa því vel. Gríðarlega umdeilt var þegar Arnfríður Einarsdóttir, eiginkona Brynjars, var ólöglega skipuð dómari við Landsdóm af Sigríði Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra og flokkssystur Brynjar. Allt það bras skók réttarkerfið og kostaði Sigríði embættið og markar hugsanlega endalok hennar pólitíska ferils. Nú er því endurómað í Viðskiptablaðinu að Arnbjörg Sigurðardóttir, eiginkona Loga, hafi verið skipuð dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra og það mál lagt að jöfnu við mál Brynjars og Arnfríðar. Vandinn er þó væntanlega sá að Logi á ekki sérlega innangengt hjá dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins …