Þriðjudagur 21. janúar, 2025
-1.7 C
Reykjavik

Trylltist og truflaði slökkvilið: „Það var reynt að brenna mig inni, kveikja í mér. Ertu hálfviti?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er ekkert rólegur. Það var reynt að brenna mig inni,“ sagði reiður og ósáttur íbúi á Ólafsfirði sem ítrekað truflaði störf slökkviliðs Fjallabyggðar sem kallað var út síðastliðna nótt. Myndbandsupptöku sem inniheldur hluta samskiptum mannsins við lögreglu má finna neðar í umfjöllun.

Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð að Kirkjustræti á Ólafsfirði. Íbúi á efri hæð hússins lét ófriðlega og truflaði störf slökkviliðsins ítrekað. Fullyrti maðurinn að um íkveikju væri að ræða og nágranninn hefði ætlað að ráða sig af dögum.

Íbúinn á efri hæð þvældist ítrekað fyrir slökkviliðsmönnum og hreytti í þá fúkyrðum og neitaði að fara að fyrirmælum bæði lögreglu og slökkviliðsmanna. Varaslökkviliðsstjóri Fjallabyggðar, Þormóður Sigurðsson, segir í samtali við Mannlíf að fólk sem hafi orðið undir í lífinu hafi hreiðrað um sig í húsinu. Þormóður kvaðst ekki geta svarað hvort um íkveikju væri að ræða en það væri á borði lögreglu.

Eldsupptök voru í sófa og er íbúðin illa farin. Greiðilega gekk að slökkva eldinn en lögregla á vettvangi neyddist til að grípa í taumana þegar íbúinn á efri hæð lét ófriðlega og hótaði slökkviliðsmönnum sem unnu vandasamt verk við að ráða niðurlögum eldsins í kjallaranum. Hafði lögregla fullt í fangi við að hafa hemil á manninum og óttuðust að hann gæti farið sér á voða á vettvangi.

Á upptöku sem Mannlíf hefur undur höndum og er um tólf mínútna löng má heyra íbúann fagna því þegar slökkviliðið kemur á vettvang. Hann hafði sjálfur óskað eftir aðstoð með því að hringja í 112. Var maðurinn í annarlegu ástandi og fullviss um að eldsvoðinn beindist að honum. Slökkviliðsmenn báðu íbúann ítrekað að vera ekki nærri húsinu. Brást hann illa við þeirri beiðni og æstist frekar þegar einn liðsmanna slökkviliðsins bað hann um að róa sig niður.

„Ég er ekkert rólegur. Það var reynt að brenna mig inni,“ svaraði íbúinn reiður og ósáttur.

- Auglýsing -

Lögregluþjónn: Slappaðu af.

Íbúi: „Slappa af. Myndir þú slappa af ef það væri reynt að brenna þig inni. Ef einhver væri að kveikja í þér. Ertu hálfviti?“

Á upptökunni má heyra íbúann einnig lýsa yfir að hann hafi kvartað undan nágranna sínum deginum áður. Lögregluþjónn reyndi þá að róa manninn og óskaði eftir að hann færð sig frá húsinu svo hann færi sér ekki á voða. Á upptöku má heyra manninn segja: „Láttu mig vera. Það var reynt að brenna mig inni […]Ekki rífa í mig“

- Auglýsing -

Lögregluþjónn: Komdu með mér, áður en ég set þig í handjárn.

„Fyrir hvað?“ spurði íbúinn hvumsa.

Lögregluþjónn: Fyrir það að vera þvælast hérna fyrir á vettvangi. Nú er ég búinn að segja við þig að þú þarft að koma frá.

Íbúi: „Þú ert að fara með mig í reyk!“

Lögregluþjónn: Hlustaði aðeins á mig

Maðurinn bað lögregluþjóninn að losa takið sem svaraði að ef hann þyrfti að beita valdi til að koma honum af vettvangi, yrði svo að vera.

Íbúi: „Ég er ekki fyrir. Ég má alveg horfa á þetta. Er einhver sem bannar það? Af hverju ertu að eyðileggja skyrtuna mína? […] Það er reynt að brenna mig inni. Skilyrðu ekki að ég sé reiður út af því?“

Lögregluþjónn: Það bætir ekki ástandið að hegða sér svona.

Íbúi: „Ég hringdi á hundrað og fokking tólf. Þegar ég byrjaði að finna helvítis brunalyktina og hana argandi út í garði að reyna að ögra mér.“

Lögregluþjónn: Hvað gerist?

Íbúi: „Ég veit ekkert um það. Allt í einu fer ég út, ég fann flugeldalykt, leit út og það var þvílíkur reykur inni hjá mér. Punktur.“

Lögregluþjónn: Ég bað þig um að taka með þér jakka, af hverju gerðir þú það ekki? Ég verð að koma þér í skjól.

Íbúi: „Ég fer bara til mömmu. Mér er ekki kalt.“

Lögregluþjónn: Þú ert alltaf að æsa þig meira og meira. Það bætir ekki ástandið að öskra á mig.

Íbúi: „Ég veit það Bjössi en þú þurftir ekki að vera rífa í mig.“

Lögregluþjónn: Nei, en ég þurfti að taka í þig því þú vildir ekki koma með mér. Nú er þetta í fersku minni, hvað gerðist?

Íbúi: „Ég sat hérna uppi. Ég var að fara að sofa. Ég var nýbúinn í hugleiðslu. Ég var að fara að leggja mig þegar að …“

Slökkviliðsmaður hrópar: Er einhver þarna niðri?

Íbúi svarar neitandi og bætir við: „Ég sat uppi að fara sofa þegar ég finn flugeldalykt og hún [konan] alveg kemur út og neglir hurðinni. Argar og gargar og er reyna að ögra mér. Ég finn flugeldafýlu.“

Þögn. Íbúinn stendur einn og horfir yfir sviðið:

Íbúi: „Geðveikislega gáfulegt kvöld maður. Er maður í reykholti?“

Fljótlega eftir þessa atburðarás tókst lögreglu að lokum að róa íbúann niður sem fékk síðan að halda til síns heima.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -