Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Ásdís Jenna var ekki nema 51 árs: „Ég er ekki fötluð í mínum huga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásdís Jenna Ástráðsdóttir táknmálsfræðingur varð bráðkvödd á heimili sínu í Kópavogi síðastliðinn laugardag. Húnvar 51 árs að aldri og lætur eftir sig eiginmann og 9 ára gamlan son.

Ásdís var fædd 10. janúar 1970. Hún var heyrnarskert og með truflaða vöðvaspennu sem leiddi til þess að hún gat hvorki stjórnað höndum né fótum. Hún þurfti því alla tíð að nota hjólastól. Tækni nútímans gerði henni lífið léttara á marga lund, svo sem að flytja mál sitt á opinberum vettvangi.

Ásdís Jenna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Síðar lauk hún BA-námi táknmálsfræði við Háskóla Íslands. Þá las hún á sínum tíma fötlunarfræði við HÍ. Síðustu ár var hún svo í námi við lagadeild Háskólans á Bifröst.

Fötl­un Ásdís­ar má rekja til veik­inda á barns­aldri og hún seg­ir að læknamis­tök hafi verið gerð. Hún hef­ur verið reið og sár vegna þess, en ekki leng­ur. „Ég hef verið reið í mörg ár,“ seg­ir hún. „En ég hef fyr­ir­gefið lækn­un­um sem gerðu mis­tök þegar ég var ung­barn. Ég hef sætt mig við fötl­un mína.“

Um ævina lét Ásdís Jenna oft og víða til sín heyra, meðal annars um réttindamál fatlaðs fólks hvar hún barðist mjög fyrir úrbótum og skilningi meðal almennings. Hún skrifaði oft greinar í blöð og tímarit, var í viðtölum og um hana var á sínum tíma gerð sjónvarpsmynd.

Þrátt fyrir fötlun sina þekkti Ásdís Jenna ekki upp­gjöf og það hvarflaði aldrei að henni að hún geti ekki gert það sem hug­ur henn­ar stend­ur til. „Ég gefst aldrei upp. Ég er þrjósk,“ sagði Ásdís í viðtali við Morgunblaðið.

- Auglýsing -

Eftirlifandi eiginmaður Ásdísar Jennu er Kevin Kristófer Oliversson. Sonur þeirra er Adam Ástráður, sem er níu ára gamall.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -