Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Singalong Skoppu og Skrýtlu breyttist í martröð: „Ég vissi ekki af þessari bíóferð”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Ríflega 50 börn úr Breiðagerðisskóla eru í sóttkví eftir að hafa farið að sjá sýningu Skoppu og Skrítlu í Sambíóinu Álfabakka. Daginn eftir sýninguna greindist eitt barnanna með Covid-19.
Ferðin í Álfabakka var ekki farin á vegum skóla. Eitt barn í hópnum hafði fengið leyfi til að halda afmælisdaginn sinn hátíðlegan í kvikmyndahúsinu og bauð auðvitað sínum bestu vinum að gleðjast og fagna með sér. Börnin voru samtals 53 sem nutu sýningarinnar Singalong hjá Skoppu og Skrítlu. Sambíóin fögnuðu komu krakkanna.
„Gaman að sjá líf og fjör aftur í bíó. Í dag var síðasta sýning hjá Skoppu og Skrítlu. Þær eru búnar að taka á móti fullt af börnum og uppselt á allar sýningar,“ segir í færslu bíóhússins á Facebook.
Börnin úr Breiðagerðisskóla fóru í bíóferðina um nýliðna helgi og verða þau öll  í sóttkví framyfir næstu helgi. Þorkell Daníel Jónsson skólastjóri segist sjálfur ekki hafa vitað af ferðinni þar sem hún var í boði foreldra afmælisbarnsins og foreldrar sem voru við stýrið.
„Ég vissi ekki af þessari bíóferð fyrr en ég fékk símtal frá rakningarteyminu í gærkvöldi. Þetta var afmæli og foreldrarnir stóðu fyrir þessu,“ sagði Þorkell í samtali við RÚV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -