Mikil spenna og gleði ríkti í Hörpu um síðustu helgi þegar Garðar Kári Garðarsson var krýndur kokkur ársins 2018 af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.
Þann 24. febrúar var haldin úrslitakeppni í Kokki ársins 2018 í Flóa í Hörpu. Blaðamenn Gestgjafans voru viðstaddir keppnina sem var mjög spennandi en þar tókust á fimm metnaðarfullir matreiðslumenn um þennan eftirsótta titil.
Dómnefndin samanstóð af ellefu reyndum matreiðslumönnum og yfirdómari var Christopher William Davidsen frá Noregi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri krýndi svo kokk ársins í lok kvöldsins en titilinn hlaut Garðar Kári Garðarsson matreiðslumaður hjá Eleven Experience – Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði.
Lesa má ítarlegri grein um keppnina ásamt myndum í næsta tölublaði Gestgjafans sem kemur út 7. mars nk.
Myndir / Sigurjón Ragnar