Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Ástin breytti öllu – Ragnheiður um hneykslið, sorgina og nýtt líf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir missti eiginmann sinn Þórð Friðjónsson úr krabbameini árið 2011 stóð hún frammi fyrir því að þurfa að endurskipuleggja allt líf sitt og forgangsröðin breyttist. Ragnheiður var ákveðin í því að fara aldrei aftur í alvarlegt samband en ástin breytti þeirri ákvörðun á ógnarhraða og ári eftir fyrsta stefnumót var hún komin í sambúð.

„Ég hafði hugsað mér að ég gæti kannski einhvern tímann eignast vin, ef þannig viðraði, en að fara að búa með manni og setja saman fjölskyldu var aldrei í spilunum. En það er svo merkilegt hvað ástin breytir miklu. Þegar maður svífur um á rósrauðu skýi eru engar hindranir til, það eru bara lausnir,“ segir Ragnheiður, í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Í viðtalinu ræðir Ragnheiður m.a. ástina og samband sitt við fyrrum eiginmann sinn Þórð Friðjónsson. Mikill aldursmunur var á parinu sem Ragnheiður segir hafa valdið einhverjum hneykslun. „Á okkur var tuttugu og tveggja ára aldursmunur svo þetta var í rauninni mjög flókið allt saman og það hvarflaði ekki að mér að úr því yrði hjónaband þegar sambandið var á frumstigi. En það varð samt hjónaband og ákaflega gott samband þegar við náðum okkar lendingu. Það tók nokkur ár, bæði fyrir okkur að átta okkur á hvað við vildum og kannski ekki síður fyrir umhverfið, að venjast tilhugsuninni um okkur sem par,“ segir hún.

Lestu áhrifaríkt viðtal við Ragnheiði í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða komdu í áskrift.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -