Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Þórólfur sóttvarnarlæknir: Hættið að senda tölvupósta þar sem þið biðjið um forgang

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir biðlar til þjóðarinnar um að hætta að senda sér tölvupósta með það fyrir augum að komast framar í forgangsröðina vegna bólusetninga gegn Covid-19. Póstarnir geri ekkert annað en valda auknu vinnuálagi.

Á upplýsingafundi almannavarna í dag biðlaði Þórólfur til landsmanna um að hætta póstsendingunum því ekki verið hikað frá því sem hann telur sanngjarna forgangsröðun. Þá sagði hann það lítið þýða að krefja sóttvarnaryfirvöld um nákvæmar tímasetningar á bólusetningum.

„Ég vil því biðla til fólks um að láta vera að senda á okkur pósta sem ætlaðir eru til þess að koma því framar í forgangsröðina. Það mun ekki leiða til neins, nema að valda okkur miklu vinnuálagi við að svara. Ef við myndum verða við öllum þessum beiðnum myndi það verða til þess að okkar viðkvæmasta fólk myndi færast neðar í forgangsröðunina. Við reynum að útdeila bóluefnum eins sanngjarnt og hægt er,“ sagði Þórólfur og bætti við:

„Það er rétt að ítreka enn og aftur að þeir eru í forgangi sem eiga á hættu í störfum sínum að sýkjast af Covid-19 og þeir sem eru eldri en sjötugt og eiga það á hættu að fá alvarlega afleiðingar af sýkingunni.“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um umræðuna í þjóðfélaginu um forgangsröðum í bólusetningar.“

Forgangshópar bólusetningar samanstendur af nærri 40 þúsund einstalingum og standa vonir til að það náist að bólusetja þá alla í marsmánuði. Nokkuð færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer gegn kórónuveirunni koma til landsins á næstu vikum en áætlanir var ráð fyrir. Vonast er til þess að afhendingarhraðinn aukist aftur í mars.

Saga þess efnis að öll framkvæmdastjórn Landspítala hafi verið bólusett flaug fjöllum hærra í samfélaginu. Landpsítalinn þvertekur hins vegar fyrir að Páll Matthíasson forstjóri og aðrir meðlimir framkvæmdastjórnar spítalans hafi verið bólusettir. Mannlíf óskaði eftir lista yfir alla þá starfsmenn Landspítala sem bólusettir hafa verið fram til þessa en hann fæst ekki afhendur því stangur lögverndaður trúnaður ríkir þar um.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -