Miðvikudagur 27. nóvember, 2024
4.2 C
Reykjavik

Fyrirtæki Victoriu Beckham rekið með gríðarlegu tapi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tískufyrirtæki Victoriu Beckham hefur verið rekið með tapi undanfarin ár. Tapið á seinasta ári var upp á 10,2 milljónir punda.

Tískufyrirtæki fatahönnuðarins Victoriu Beckham, sem ber einfaldlega heitið Victoria Beckham, var rekið með miklu tapi á síðasta ári. Þessu er greint frá í frétt á vef BBC.

Þrátt fyrir að sala fyrirtækisins hafi aukist um 17% árið 2017 ef miðað er við sölutölur ársins 2016 var fyrirtækið rekið með 10,2 milljóna punda tapi árið 2017. Það gerir um 1,6 milljarða króna miðað við núverandi gengi.

Árið 2016 var fyrirtækið rekið með tveggja milljóna punda tapi og fjárfestar settu þá aukið fjármagn í reksturinn eða um 30 milljónir punda. Það hefur ekki dugað til að rétta reksturinn af.

Tap fyrirtækisins hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2013 en fyrirtækið var stofnað árið 2008.

Í fréttum af taprekstri tískufyrirtækisins er vísað í ársskýrslu þess. Þar kemur fram að hluthafar ætli nú að leggja aukna áherslu á að draga út tapi og endurskoða reksturinn.

Þess má geta að Victoria Beckham-merkið er selt í flaggskipsverslun Victoria Beckham í Mayfair í London, í vefverslun fyrirtækisins og í um 400 verslunum víða um heim.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -