Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Snjóflóð og ófærð í óveðrinu: Fólki bjargað af heiðinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Óveður og ofankoma  hefur verið á norðanverðu landinu síðan í gær. Í gærkvöld féllu tvö snjóflóð á Öxnadalsheiði. Hætta þótti vera á frekari snjóflóðum og var heiðinni lokað.  Björgunarsveitir voru kallaðar út til hjálpar fólki í 15 bifreiðum sem voru fastir sitt hvorum megin við flóðið. Þrír bílar voru skildir eftir á heiðinni. Björgunaraðgerðum á heiðinni lauk laust eftir klukkan 1 í nótt. Engan sakaði. Í morgunsárið verða aðstæður á heiðinni kannaðar. Nokkuð var um að björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi væru kallaðar til aðstoðar ökumönnum í vanda.
Fjallvegir á norðanverðu landinu eru víðast lokaðir og ferðalangar víða innlyksa. Þannig munu einhverjir hafa þurft að gista á Hólmavik vegna ófærðarinnar en ófært er á staðinn að sunnan og norðan.
Spáð er áframhaldandi stífri norðanátt í dag og á morgun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -