Innbrotsþjófur sem hefur gert fólki í Hollywood lífið leitt undanfarið hefur verið handtekinn. Um 2000 stolnir munir fundust á heimili hans og í geymslu.
Þjófurinn er 32 ára maður að nafni Benjamin Ackerman. Undanfarið hefur hann brotist inn í fjölda húsa í Hollywood og stolið skarti, listaverkum, töskum og öðrum dýrum munum. Meðal þess sem sjá má á myndum sem lögreglan birti eru handtöskur frá Hermés og demantsúr.
Ackerman er sagður hafa látist vera áhugasamur fasteignasali og fengið að skoða þær eignir sem hann braust svo síðar inn í, þannig gat hann undirbúið innbrotin vel áður en hann lét til skara skríða. Þá mun hann í sumum tilfellum hafa átt við öryggismyndavélar í kringum heimilin. Þessu er sagt frá á vef BBC.
Samkvæmt lögreglunni í Los Angeles braust Ackerman meðal annars inn til söngvaranna Ushers og Adams Lambert.
Eftir handtöku Ackerman fannst þýfið á heimili hans en einnig í geymslu sem hann hafði á leigu. Um 2000 stolnir munir hafa fundist. Lögreglan vinnur nú að því að koma stolnu mununum í réttar hendur.
In approximately 5 minutes we will be LIVE from LAPD Headquarters to announce the arrest of a suspect in a series of celebrity/high-end home burglaries pic.twitter.com/RRJgR9SNO5
— LAPD HQ (@LAPDHQ) January 2, 2019