- Auglýsing -
Slagurinn í Samfylkingunni, sem hófst með því að Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður var felldur, heldur áfram. Nú er hinn nýi vígvöllur í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi þar sem Guðmundur Andri Thorsson alþingismaður er fyrir á fleti. Rósa Brynjólfsdóttir, þingmaður og flóttamaður úr Vinstri grænum, sækir að Guðmundi Andra og vill fyrsta sætið. Rósu er stundum líkt við einn af villiköttunum innan VG en Guðmundur Andri er mannasættir og rólegheitamaður, meira í ætt við mélkisu. Nú á eftir að koma í ljós hvort hann gefur Rósu oddvitasætið möglunarlaust eða tekur slaginn …